is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45218

Titill: 
  • Erlendir hornleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands og áhrif þeirra á íslenskt tónlistarlíf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þrjá hornleikara Sinfóniuhljómsveitar Íslands (SÍ), hvern af sinni kynslóð og hvaða áhrif þeir hafa haft á íslenskt tónlistarlíf. Sá elsti, Herbert Hriberscek Ágústsson kom frá Graz í Austurríki árið 1952. Hann var hornleikari í SÍ til 1995, sinnti tónsmíðum, var stjórnandi kóra og lúðrasveita.
    Sá næsti í röðinni er Joseph Ognibene. Hann kom frá Kaliforníu þegar það skyndilega vantaði hornleikara fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar til Austurríkis árið 1981. Joe var sólóhornleikari til 2016, kammertónlistarmaður, einleikari en einnig virtur kennari á sitt hljóðfæri.
    Sá þriðji er Frank Hammarin frá Kaliforníu. Sá er yngstur og hefur verið tutti horn í SÍ frá árinu 2016. Hann hefur nær eingöngu starfað innan horndeildar SÍ og lítið tekið þátt í tónlistarlífinu fyrir utan hljómsveitina. Einnig varpa ég ljósi á þær aðstæður sem þremenningarir stigu inn í við komuna til landsins og hverjir voru í horndeild SÍ.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlendir hornleikarar BMUS-1.pdf288,26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna