Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45222
Í ritgerð þessari verða eiginleikar sundlauga á Íslandi skoðaðir og þeir settir í samhengi við eiginleika hefðbundins almenningsrýmis. Leitast verður við að skilja þá samverkandi þætti sem skapa raunveruleika íslenskrar baðmenningar í dag. Kenningar fræðimanna á borð við Jan Gehl og William Whyte hvað varðar lýsingu, nánd, yfirsýn og gróður í almenningsrými verða skoðaðar og settar í samhengi við þrjá íslenska baðstaði sem hver hefur yfir að búa fjölbreyttum eiginleikum og sérstöðu í sambandi við almenningsrými sundlauganna á Íslandi. Þeir baðstaðir eru Sundhöll Reykjavíkur, Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og Bláa lónið. Saga þessara baðstaða verður rakin í stuttu máli og verða efnislegir eiginleikar þeirra því næst skoðaðir í samhengi við viðeigandi kenningar. Einnig verður félagslegum og samfélagslegum þætti sundlaugamenningarinnar gerð skil þar sem sérstaða íslenskra sundstaða felst ekki aðeins í efnislegum eiginleikum sundlauganna, heldur í samfélagslegu hlutverki þeirra á Íslandi. Ljóst er að margþættar ástæður liggja að baki því að sundlaugar urðu svo stór hluti af samfélaginu sem raun ber vitni. Má þar meðal annars nefna framfarir á sviði innviðauppbyggingu, pólitískar ákvarðanir ásamt aukinni lýðheilsuvitund almennings í landinu. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að mikilvægt er að sundlaugar á Íslandi séu hannaðar með aðgengi allra í huga þar sem þeirra aðal hlutverk er að vera samkomustaður almennings í landinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Blátt amenningsrými uppfært.pdf | 1,66 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |