Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45229
Framtíð friðunar á byggingum er umræða sem tengist umhverfismálum í mannvirkjagerð á tímum loftlagsbreytinga. Ýmsar lausnir hafa verið innleiddar til að takast á við áhrif byggingargeirans á losun koltvíoxið, eins og meðal annars blágrænar ofanvatnslausnir og umhverfisvæn byggingarefni. Það er þó mikilvægt að allar hliðar og ferli innan bæði arkitektúrs og mannvirkjagerðar taki þátt í að sporna gegn sóun og umhverfis spillingu. Hér er þörf á endurhugsun, og endurnýtingu með það að leiðarljósi að skapa vistvænar lausnir. Nýtt frumvarp til laga varðandi aldursfriðun húsa og mannvirkja var kynnt þann 22. september 2022. Húsafriðunarnefnd ásamt Minjastofnun halda utan um friðanir bygginga, það er 100 ára aldursfriðun, auk þess að friða menningar-, og sögulega mikilvægar byggingar, óháð aldri þeirra. Í því samhengi er leitast við að fjalla um málefni sem varða framtíðarsýn við friðun bygginga, forsendur eða ólík sjónarhorn sem hægt er að vinna út frá í kjölfar breytinga á lögum. Friðun húsa og mannvirkja felur í sér að óheimilt er að rífa niður eða raska byggingunni. En í þessu samhengi mætti einnig velta upp hvort hægt væri að nýta lög menningarminjar til að sporna á móti niðurrifi á byggingum, sem venjulega leiðir til urðunar og sóunar á byggingarefnum. Í ritgerðinni er farið í gegnum tengingu mannsins við eldri byggingar, ásamt því að fjalla um umhverfisvænar lausnir sem hægt er að innleiða í mögulegum lagabreytingum um friðun húsa og mannvirkja. Dæmi um þetta er sú hugmyndafræði að hugsa um eldri byggingar sem efnisbanka og nýta byggingarefni aftur í önnur verkefni. Það að endurnýta byggingarefni getur sparað að meðaltali 49% af losun gróðurhúsloftegunda. Friðun byggingarefna, líkt og við gerum við byggingar, gæti því ýtt undir umhverfisvænni arkitektúr þar sem bæði hringrásarhagkerfi og endurnýting væri höfð sem leiðarljós í hönnunarferli og framkvæmd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_heklabkormaksdottir.pdf | 556.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |