Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45231
Í þessari ritgerð er fjallað um öldrun í borgarumhverfi og mikilvægi þess að aukin áhersla sé lögð á að byggingar og almenningsrými séu aðgengileg fyrir eldra fólk. Ein helsta ástæða þess er að gífurleg aukning verður á hlutfalli heimsins sem fellur undir hóp aldraðra en einnig að sífellt stærri hluti fólks ver sínum seinni árum í borgum. Reifað er á þeim áskorunum og erfiðleikum sem fylgja því að eldast í borg, t.d. einmanaleika og kannað er hvernig ýmsar hönnunarákvaðranir í skipulagi og arkitektúr geta hjálpað að við að milda þau erfiði. Rýnt er í handbók Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hennar tilmæli sem stuðla að aldursvænleika borga og einnig verður stuðst við rit Jan Gehls um borgarfræði og það hvernig hún rökstyður þessi tilmæli. Dregin eru fram fjölmörg atriði sem þarf að kanna og hafa í huga þegar kemur að því að tryggja að okkar byggða umhverfi styðji við hinn sívaxandi eldri aldurshóp. Þau atriði sem meðal annars er stiklað á eru mikilvægi eftirfarandi mála, aðgengismál, úti og almenningsrými, græn svæði og húsnæðismál hugsuð með tilliti til aldinna manneskja. Fjallað er um hvernig þessi mál og fleiri verða þeim mun mikilvægara í nákominni framtíð með væntanlegri aukningu á þeim aldurshópi og hvernig vel útfært borgarumhverfi gæti lengt þann tíma sem eldra fólk býr yfir sjálfstæði og góðum lífsgæðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerð-SigurbergurHákonarson-2022-F.pdf | 485,01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |