is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45233

Titill: 
  • Er þetta menningararfur? : vangaveltur um skilgreiningu á arkitektónískum menningararfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við Suðurgötu í Hafnarfirði standa tvær byggingar, sitthvoru megin götunnar, sem deila sömu sögu og megintilgangi. Önnur hefur þó verið titluð menningararfur en hina á að rífa á næstu dögum. Hvað skilgreinir þar á milli getur verið erfitt að segja til um enda er menningararfur margslungið og merkingarþrungið hugtak. Vilja margir meina að arfurinn liggi í sögunni sem þeir telja merkilega og að einhverju leyti einstaka. Þegar betur er að gáð er sagan þó ein og hin sama. Aðrir telja að fegurðin í arkitektúrnum hafi áhrif á framtíð þessara tveggja bygginga og í því liggi í raun arfurinn. Þó er erfitt að trúa því að jafn yfirborðskennd ástæða og útlit liggi hér ein og sér að baki. Ýmis önnur atriði hljóta að koma að skilgreiningu menningararfs og hafa þannig áhrif á val á slíkum. Hver þau eru getur þó reynst erfitt að henda reiður á í fljótu bragði. Með því að bera saman þessar tvær byggingar, St. Jósefsspítala og Kató og kafa ofan í þjóðarsálina og megineinkenni mannskepnunnar er þó að einhverju leyti hægt að einangra þessi atriði og draga þau fram í dagsbirtuna. Þannig er hér reynt að skilgreina hvað gerir menningararf og hvernig mannvirki verður í raun að slíku.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er_thetta_menningararfur_HannaLind.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna