is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45235

Titill: 
  • Mikið vatn hefur runnið til sjávar : hver er staða íslenskra byggða gegn hækkandi sjávarstöðu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ætíð hefur verið togstreita milli náttúru og borgar. Borgin hefur umbreytt náttúrunni eftir sínu höfði en á móti hefur náttúran ögrað borginni með öflum sínum. Maðurinn og neysluhegðun hans hafa magnað upp afl náttúrunnar. Því er rétt að spyrja hvort byggða umhverfið sé raunverulega öruggt? Eru borgir okkar nægjanlega vel í stakk búnar að takast á við komandi áskorarnir? Eðlilegt er því að spyrja um ábyrgð okkar á því sem koma skal.
    Í þessari ritgerð reyni ég að svara hver sé staða íslenskra byggða andspænis hækkandi sjávarstöðu. Ég vitna í heimildir IPCC um loftslagsbreytingar og hverjar afleiðingarnar verða á hlýnun jarðar fyrir árið 2100 og set þær í íslenskt samhengi. Ég vísa í nokkrar af hinum ýmsu rannsóknum sem hafa verið unnar hérlendis sem endurspegla hvar við stöndum í dag og hvaða skref þarf að taka til framtíðarákvarðana. Ég legg áherslu á þá innviði sem eru hvað viðkvæmastir fyrir hækkun sjávar og tek tvö erlend dæmi um aðlögun vegna hækkandi sjávarstöðu, annars vegar frá Hollandi og hins vegar frá Danmörku, sem hægt væri að taka sér til fyrirmyndar og innleiða í íslenskt samfélag. Auk þess er vitnað í kenningar Rem Koolhas um hvar ábyrgð arkitekta liggur í samspili arkitektúrs og borgarsamfélagsins.
    Við stöndum frammi fyrir afdrifaríkum afleiðingum loftslagsbreytinga sem krefjast aðlögunar undir eins. Markmið þessarar ritgerðar er að gefa betri birtingarmynd á hvar Ísland stendur í aðlögunarmálum og hvaða róttæku breytinga okkar samfélag þarf að undirgangast. Í þessi ritgerð verður leitað svara hvað við getum í sameiningu gert til að tryggja öryggi íslenskra byggða sem og samfélagsins í heild andspænis þeirri vá sem hækkandi sjávarstaða veldur.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_RITGERD_HSS.pdf660,19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna