is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45240

Titill: 
  • Geta allir samið tónlist?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að leita að mögulegum orsökum þess að áhugasamir tónlistarnemar telja sig betur setta án fræðilegrar leiðsagnar tónlistarkennara innan tónlistarskólanna og hætta í formlegu tónlistarnámi, en feta þrátt fyrir það áfram eigin braut í tónlist. Eins er markmiðið að athuga hvort hægt sé að nýta flæði til að virkja nemendur til tónsmíða og þá hvernig mögulegt er að vinna með tónsmíðar þeirra til þess að kenna fræðigreinar og tækni. Í ritgerðinni er hugað að áhugahvöt og raktar hugmyndir fræðimanna um mikilvægi tónsmíða á öllum kennslustigum til að viðhalda áhuga nemenda á áframhaldandi námi. Höfundur notar sjálfsrýniaðferð til að skoða eigin reynslu af tónlist og tónlistarnámi og hvað hann telur mikilvægt til þess að halda skapandi tónlistarfólki innan tónlistarskólanna í áframhaldandi fræði- og tæknilegu tónlistarnámi. Aðferðum til þess að nota tónsmíðar nemenda til hefðbundinnar kennslu er lýst ásamt auðveldri aðferð til kennslu einfaldra tónsmíða, allt frá því hvernig hugmynd að laglínu verður til og hljómsetning hennar að fullbúnu lagi. Höfundur sýnir fram á að allir geti samið lög og að tónsmíðar séu mikilvægur þáttur í tónlistarnámi sem ýti undir áhuga nemenda.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur Ægir Guðmundsson.docx.pdf517.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna