is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45241

Titill: 
  • Það er erfitt að syngja í fýlu : áhrif tónlistarmeðferðar á andlega heilsu einstaklinga með heilabilun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í Skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands. Viðfangsefni BA-ritgerðarinnar er tónlistarmeðferð og hvaða áhrif meðferðin getur haft á einstaklinga með heilabilun. Rannsóknarspurningin sem lagt er upp með í verkefninu er: Er mikilvægt er að virkja tónlist og tónlistarmeðferð inn á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þá sérstaklega fyrir einstaklinga með heilabilun? Eins og er hefur ekki fundist lækning við heilabilun en það eru til margar leiðir til þess að bæta lífsgæði og andlega heilsu einstaklinga með heilabilun eins og til dæmis með tónlistarmeðferð sem hefur reynst vel þegar horft er til umönnunarúrræða fyrir þessa einstaklinga. Hér verður fjallað um tónlistarmeðferð og hvernig hún fer fram og snert stuttlega á sögu hennar á Íslandi. Einnig er gert grein fyrir algengustu heilabilunarsjúkdómunum og helstu einkennum þeirra, hvaða áhrif tónlist hefur á heilann og að lokum eru skoðuð tengsl á milli söngs og samskipta. Rannsóknir sýna að söngur bætir lífsgæði fólks og getur verið mjög áhrifaríkur í að vekja upp gamlar tilfinningar og minningar og efla samræður hjá einstaklingum með heilabilun. Úrvinnsla heimilda þessarar ritgerðar leiddi í ljós að tónlistarmeðferð eykur lífsgæði fólks með heilabilun, bætir andlega líðan, bætir sjálfsmynd og eflir samskipti við umönnunaraðila og aðstandendur.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er erfitt að syngja í fýlu.pdf951.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna