is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45243

Titill: 
  • Það er leikur að læra : um Suzuki tónlistarkennsluaðferðina á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ein þekktasta og vinsælasta tónlistarkennsluaðferð heims er aðferð fyrrverandi fiðluleikarans,- kennarans og heimspekingsins Shinichi Suzukis. Um miðja síðustu öld hóf Suzuki að þróa kennsluaðferð sína og byggði hana á þeirri hugmyndafræði að börn gætu lært að spila á hljóðfæri með sambærilegum hætti og þau lærðu móðurmál sitt. Hann komst að því að umhverfið hefði gríðarlega mikilvæg áhrif á nám og kennslu og svo lengi sem það væri hvetjandi, örvandi og kærleiksríkt gætu öll börn lært. Tvö meginatriði skilja Suzuki tónlistaraðferðina frá öðrum kennsluaðferðum. Annars vegar krefst hún hundrað prósent þátttöku foreldra í náminu og hins vegar læra nemendur námsefnið utan að með því að hlusta á það. Þessu verða gerð nánari skil í ritgerðinni ásamt öðrum mikilvægum þáttum sem skipta máli til að aðferðin beri árangur. Markmið Suzukis var ekki að skapa atvinnuhljóðfæraleikara. Hann vildi fyrst og fremst búa til góða einstaklinga með mannrækt, kærleik og gleði að leiðarljósi. Aðferðin er hins vegar mjög vel byggð upp sem gerir það að verkum að margir nemendur sem læra eftir henni verða afbragðs hljóðfæraleikarar. Suzuki tónlistarnám getur haft mjög jákvæð áhrif á börn og styrkt margt hjá þeim eins og minni, einbeitingu, félagsfærni og aðra valdeflandi þætti sem nýtast í daglegu lífi. Í tónlistarnáminu öðlast nemendur einnig dýrmæta reynslu sem þeir munu búa að um ókomna tíð, hvort sem þeir leggja tónlistina fyrir sig eða ekki.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Hrefna Berg Pétursdóttir.pdf315,87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna