en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45245

Title: 
  • Title is in Icelandic Þróun tónlistar í indie-vísindaskáldsagna kvikmyndum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Kvikmyndatónlist hefur þróast frá upphafi kvikmyndagerðar, allt frá tímum þöglu myndanna til dagsins í dag. En hver skyldi þróunin á tónlistinni í myndum sem tilheyra indie-vísindaskáldsagna kvikmyndum á 21. öldinni vera? Hefur sama þróun átt sér stað í öðrum tegundum kvikmyndatónlistar og ef svo er ekki, hvernig stendur á því? Til að komst að niðurstöðu greindi ég þrjár myndir sem gefnar hafa verið út á síðustu tuttugu árum. Fyrir valinu urðu myndirnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004), Her (2013) og Everything Everywhere All at Once (2022). Kvikmyndirnar greindi ég með greiningaraðferð sem byggð er á þeirri sem notuð er í bókinni Hearing the Movies Music and Sound in Film History. Eftir að hafa greint myndirnar þrjár bar ég greiningarnar saman til að komast að niðurstöðu á þróuninni sem átti sér stað milli þessara mynda. Þær niðurstöður voru svo bornar saman við snögga greiningu mína á tónlistinni í Stjörnustríðsmyndum auk greiningar Dan Goulding og Every frame a Painting á tónlistinni sem heyra má í hinum ýmsu Marvel myndum og niðurstöðum þeirra. Niðurstöðurnar eru á þá leið að þróunin á tónlistinni í indi-vísindaskáldsagna kvikmyndum er meiri en í Stjörnustríðs- og Marvelmyndunum. Bilið á milli rafhljóðfæra og hefðbundinna sinfónískra hljóðfæra hefur styst og munurinn á hljóðhönnun og tónlist verður æ minni. Það sem gerir tónlistina í Marvelmyndunum ólíka er að þar er tónlistin mest sem uppfyllingarefni en ekki tól til að segja söguna sem við sjáum á skjánum.

Accepted: 
  • Jun 19, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45245


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA- Þróun tónlistar indie-vísindaskáldsagna-kvikmynda- Ragnar Númi Gunnarsson Breiðfjörð.pdf671.52 kBOpenComplete TextPDFView/Open