is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45247

Titill: 
  • Spektral hugsunarhættir í samhengi hljóðvinnsluforrita
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð rannsakar hvernig hugmyndafræði þeirra tónskálda sem seinna meir fengu nafnið „spektralistar“ endurspeglast í pródúseringu og raftónsmíðum og hvernig aðferðir þeirra hafa verið innlimaðar í hljóðvinnsluforrit eða DAW (e. Digital audio workstation). Ritgerðin hefst á stuttri kynningu á uppruna og sögulegu samhengi spektralisma á 8. og 9. áratug síðustu aldar, sem og yfirliti yfir helstu aðferðir hinna upprunalegu spektral tónskálda, með sérstakri áherslu á FFT hljóðgreiningu og tíðnimótun (e. Frequency modulation synthesis). Þó að megináhersla ritgerðarinnar verði á tæknilegu hlið þessa aðferða mun ég einnig draga athygli að hugmyndunum og hvötunum sem liggja henni að baki. Í kjölfarið mun ég rýna í tvö gerólík hljóðvinnsluforrit, Live 11 og MetaSynth CTX og skoða hversu vel spektral hugmynda- og aðferðafræði fellur að þeim. Sem hluti af umfjöllun minni um Live 11 mun ég kynna tvö Max 4 Live forrit sem ég bjó til sem verkfæri til að framleiða Midi upplýsingar út frá hljóðrófum tíðnimótunar. Að lokum greini ég aðeins frá stöðu spektralisma í dag.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hugi_kjartansson_ba.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna