Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45249
Í þessari ritgerð geri ég grein fyrir hljóðfærinu eða hljóðskúlptúrnum Cristal Baschet og minni eftirhermu af honum sem ég kalla á íslensku Glerhörpu. Ég byrja á því að segja frá bræðrunum François og Bernard Baschet, sem fundu upp þetta hljóðfæri og mörg önnur í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar frá sjötta áratug seinustu aldar og fram til áranna 2014- og 15 þegar þeir létust. Ég tala um ævir þeirra, ferðalög um heiminn og hvað þeir hafa skilið eftir sig í öllum heimshornum, svo sem hljóðfæri, skúlptúra, tískufatnað og fleira. Ég tala líka um hvar Cristal Baschet hefur verið notað í bíómyndum, á tónleikum, söfnum o.fl. Ég geri grein fyrir því hvernig ég smíðaði Glerhörpuna mína og hvernig hún virkar í eins miklum smáatriðum og mér er fært. Ég notast bæði við heimildir af veraldarvefnum við skrif mín um bræðurna og sögu Cristal Baschet ásamt því að notast við mína eigin rannsóknavinnu á hljóðfærinu og upptökur þegar ég greini frá virkni hljóðfærisins. Undir lok ritgerðarinnar tala ég svo um hvernig væri hægt að bæta við og þróa hljóðfærið áfram.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA Ritgerð - Snorri Beck.pdf | 482,1 kB | Open | Complete Text | View/Open |