Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45252
Klassískur gítar og rokkgítar ættu samkvæmt alls konar lögmálum ekki að geta unnið vel saman, þar sem klassískur gítar á sögulega erfitt með að deila plássi með háværari hljóðfærum og rokkgítar er svo ágengur að hann getur auðveldlega tekið yfir allt sem hann tekur þátt í ef ekki er farið varlega. Í ritgerðinni verða skoðaðir tveir gítarleikarar sem hafa nýtt sér klassískan gítar í rokktónlist og athugað verður hvernig þeir nálgast klassíska hljóðfærið til að koma því fyrir í tónlist sinni. Þeir gítarleikarar sem kynntir verða eru Rik Emmett úr hljómsveitinni Triumph og Kiko Loureiro sem hefur spilað bæði með Angra og Megadeth. Einnig verður farið yfir sögu gítarsins með tilliti til þess hvernig hljóðfærið hefur þróast frá klassíska gítarnum og orðið að rokkhljóðfærinu sem það er nú helst þekkt fyrir að vera. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að þó rokktónlist krefjist ákveðinnar aðlögunar til að skapa pláss fyrir klassískan gítar, getur hann nýst til að skapa dýnamík og brjóta upp tónlist sem annars á í hættu á að hljóma einstefnuleg. Þar sem klassískur gítar er náskyldur rafmagnsgítar, sem rokktónlist einkennist af, liggur hann mun betur fyrir heldur en önnur klassísk hljóðfæri sem geta þó uppfyllt svipað hlutverk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stefnumót tveggja heima - Lokaritgerð LHÍ - Mara Birna Jóhannsdóttir.pdf | 295,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |