is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45257

Titill: 
  • Alþjóðlegt tungumál mótmæla : hvernig pönktónlist hefur verið notuð í mótmælaskyni víða um heiminn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið yfir hvernig pönktónlist hefur verið notuð í mótmælaskyni. Þetta verður gert með því að líta á fjórar mismunandi pönksenur: Bretland á 8. áratugnum, Austur-Berlín á 9. áratugnum, Bandaríkin á 10. áratugnum og Rússland frá og með 2012. Til þess að skoða hvernig samfélagið hafði áhrif á pönkið verða samfélagslegar aðstæður í kringum hverja senu skoðaðar og síðan borið saman við lagatexta til þess að kanna tengslin þar á milli. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að í Bretlandi og Bandaríkjunum var aðal áhersla lögð á almennt jafnrétti og réttindabaráttu kynja, en í Austur-Berlín og Rússlandi var lögð áhersla á almenn mannréttindi og frelsi. Ástæðan fyrir því að þetta voru áherslumálin er sú að þetta voru þau mál sem þótti ábótavant á þeim tíma og því er hægt að sjá hvernig lagatextar í pönktónlist geta endurspeglað samfélagslegar aðstæður.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alþjóðlegt tungumál mótmæla - BA ritgerð (LOKAÚTGÁFA) - Starri Holm.pdf523,13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna