Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45259
Í ritgerðinni er fjallað um dulin samskiptatákn hinsegin fólks, sem í þessu samhengi eru aðferðir og tákn sem hinsegin fólk hefur notað til þess að bera kennsl hvort á annað innan samfélaga sem gerðu feluleik einu lausnina fyrir þetta fólk að lifa af og þrífast. Í þennan flokk falla kerfi eins og leynd tungumál, ákveðinn klæðaburður, staðir og stofnanir sem að fengu ný hlutverk meðal hinsegin fólks og margt fleira. Öflun heimilda fór fram í gegnum rannsókn á sögu hinsegin fólks, bæði hérlendis og erlendis, í bókum og greinum. Einnig voru framkvæmd viðtöl við þrjá aðila um reynslu þeirra og þekkingu á dulnum samskiptatáknum. Í ritgerðinni er fjallað um dulin samskiptatákn í hinsegin menningu í víðara samhengi áður en sjónum verður beint að notkun þeirra hérlendis. Fyrsti kafli ritgerðarinnar varpar ljósi á ástæður þess að dulkóðun varð til meðal hinsegin hópa; fordóma og löggjöf sem beint hefur verið gegn hinsegin einstaklingum. Í öðrum kafla er fjallað um ólík dæmi slíkra kerfa á erlendum vettvangi, með sérstakri áherslu á Polari.
Þriðji og síðasti kaflinn byggir á viðtölum við Íslendinga sem veita innsýn í persónulega reynslu og skilning á dulnum samskiptatáknum fortíðar og hliðstæður þeirra í nútímanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Feluleikur_Sveinn_snaer.pdf | 505 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |