is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45260

Titill: 
  • "Vér eigum aftur að verða sjálfbjarga, aftur að gera veturinn arðsaman." Ullarframleiðsla á Íslandi, saga, staða og framtíð.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ullarframleiðsla á Íslandi á sér áhugaverða sögu sem rakin er í ritgerðinni. Íslenska ullin hefur, frá því að menn námu hér land, þróast og aðlagast íslensku veðurfari og er hún því einstakt hráefni. Sauðféð hefur búið nálægt manninum allt frá landnámi og eigum við mannfólk því sérstakt samband við það, en hefur þorri þjóðarinnar fjarlægst sauðféð með hraða samfélagsins. Ullin hefur í gegnum tíðina verið ein af okkar helstu útflutningsvörum. Í kjölfar markaðsetningar skrifstofunnar Íslenzk ull og aukinni framleiðslugetu Álafoss og Gefjunnar, meðal annars, uppúr miðri síðustu öld, jukust gæði og afköst ullariðnaðarins til muna og varð hann að stóriðju á Íslandi um árabil eða frá miðjum sjötta áratugnum þar til í lok þess níunda. Frá falli ullarveldisins Álafoss í upphafi tíunda áratugarins hefur ullariðnaðurinn ekki átt sjö dagana sæla. Síðustu ár hefur eftirspurn eftir íslenskri ull þó aukist og framboð einnig smátt og smátt. Samkvæmt viðtölum sem unnið er úr í ritgerðinni er nýsköpun í ullarframleiðslu að aukast. Þó hefur ekki verið lögð sérstök áhersla á staðbundna framleiðslu, líkt okkur var áður tamið, fyrst með heimilisiðnaðinum og svo fjölbreyttum iðnaði í kjölfar vélvæðingarinnar við upphaf 20. aldar. Framtíð ullarframleiðslu á Íslandi, sem fjallað er um í lokahluta ritgerðar, er björt en mikilvægt er að áhersla verði lögð á vöruvöndun, verðmætasköpun og staðbundna framleiðslu. Meðal niðurstaða eru að ull getur verið arðbærari en kjötið af skepnunni ef sköpuð eru verðmæti úr ullinni. Því telur höfundur líklegt að næstu skref séu að aðskilja kjöt- og ullarframleiðslu.
    Lykilorð: íslensk ull - vöruvöndun – verðmætasköpun – staðbundin framleiðsla

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_VBJ.pdf858.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna