Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45263
Frumefnið ál hefur verið stór hluti af daglega efnisheimi okkar manna frá iðnvæðingu þess. Markmið ritgerðarinnar er að kynnast efninu með því að skoða ýmsar hliðar þess. Fjallað er um ál í efnislegu og samfélagslegu samhengi við mengandi og hagnaðardrifna álframleiðslu, umhverfisvernd, endurvinnslu og hringrás. Velt er upp spurningum um frekari áframvinnslu áls frá álverum og endurvinnslu á Íslandi. Eflingu staðbundinnar framleiðslu. Sýnt er fram á fjölbreytta eiginleika efnisins og notkun þess í hönnun eftir íslenska og erlenda samtímahönnuði í bland við valin dæmi úr hönnunarsögunni. Mikilvægt er að almenningur og hönnuðir séu meðvitaðir um efnisheim okkar og notkun á auðlindum. Ál og endurvinnsluhæfni þess hefur margvíslega möguleika fyrir hringrásarhagkerfi framtíðarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvað er álið? - Kamilla Henriau - BA ritgerð.pdf | 13.54 MB | Lokaður til...04.12.2024 | Heildartexti |