is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45265

Titill: 
  • Fantasía í Tísku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er fantasía í hátísku og hvernig fantasía er notuð í hönnunarferli fatahönnuða. Fantasía er vinsæl frásagnaraðferð en fantasía er hugmynd af einhverju sem er ótengt efnislegum raunveruleika. Í ritgerðinni er fjallað er um Öskubusku sem dæmi af klassískri fantasíu þar sem að umbreytingarkraftur fatnaðs kemur við sögu og sýnir mikilvægi tísku í því að skapa fantasíu. Fantasía er sköpuð í hátísku þegar að fötin sem hönnuður sýnir hafa ekki augljóst notagildi í þeim efnislega heim sem þau eru sköpuð í. Fantasía í hátísku er tól sem margir fatahönnuðir hafa nýtt sér, hvort sem leitað er til fortíðar, framtíðar eða heims sem hefur aldrei verið til. Fantasían getur verið fötin sem hönnuðurinn skapar eða tískusýningin sjálf sem setur umgjörð um fötin og skapar sögu fyrir þau. Hver fantasía spilar mismunandi hlutverk í hönnuninni en það fer eftir fatahönnuðinum hvernig hann byggir hana upp og hvernig hún er notuð í lokaniðurstöðunni. Í ritgerðinni er fjallað er um verk eftir fatahönnuðina Alexander McQueen, John Galliano og Michaela Stark en allir þessir hönnuðir eiga það sameiginlegt að nýta sér fantasíu sem tól við hönnun sína. Höfundur greinir síðan frá eigin hönnunarferli þar sem fantasía er notuð. Markmið ritgerðarinnar er að kanna fantasíu í samhengi við hátísku með því að greina hvað fantasía er, hvernig fatahönnuðir hafa notað fantasíu og hvernig höfundur nýtir sér fantasíu í eigin hönnunarferli.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð, Guðný M. Magnúsdóttir, fatahönnun LHÍ.pdf90.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna