is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45266

Titill: 
  • Límmiðill : birtingarmynd límmiða í borgarumhverfinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Límmiðar eru allstaðar á götum Reykjavíkur. Þeir eiga rætur sínar að rekja innan götulistar en hafa þeir þróast sjálfstætt yfir í stafræna hönnun og prent. Þeir eru allra fremst röskun á útliti almenningsrýma og breyta þá upplifun vegfaranda á þeim. Ég mun skoða sérstöðu þeirra innan pappírs- og prentlistar, möguleika þeirra og sögu. Rýnt verður í límmiða borgarinnar sem list, sem tungumál, sem tól og sem rusl. Til rannsóknar á þessum miðli og þeim heimi sem framleiðir hann tók ég viðtal við tvo listamenn sem sérhæfa sig í listforminu. Einnig framkvæmdi vettvangsrannsókn á Laugarveginum þar sem ég ljósmyndaði, skrásetti og flokkaði alla læsilega límmiða sem að hanga þar. Til þess að reyna að skilja inntak og merkingar þeirra er hægt að skipta þeim í fjóra yfirflokka: list, auglýsing, merking og ákall. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að birtingarmynd límmiða er nánast tvískipt á milli auglýsinga og sköpunnar og hafa báðir þessir flokkar margt fram á að bjóða. Borgin verður að sýningarrými almúgans, þar sem fegurðin felst í ekki einungis í innihaldi heldur í mikilvægi umgjarðar, upphengingar og jafnframt leik við umhverfið og önnur verk. Með því að tengja í hugmyndafræði Sitúasjónista um að fara með borgina eins og texta er hægt að nýta límmiðann sem tól til setja borgina í nýtt samhengi, og að lesa límmiða sem neðanmálsgreinar hennar, og þá raddir borgaranna.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
límmiðill-hugi-ólafsson.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna