Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45267
Hólavallagarður, gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu, geymir ríka menningarsögu Íslendinga og hefur gjarnan verið kallaður „stærsta útilistasafn landsins”. Minnisvarðar hans spanna rúmlega 180 ára tímabil og veita okkur þar með innsýn í mismunandi aðferðir og tískubylgjur sem ríkt hafa í legsteinagerð í gegnum tíðina. Í þessari ritgerð verður fjallað um samband steins og letur; hvernig latneska stafrófið varð til með það í huga að það yrði hoggið í stein með meitli og hamri, sem er sama aðferð og steinsmiðir sem gerðu eldri legsteina Hólavallagarðs notuðust við. Mismunandi tákn, leturgerðir og legsteinalaganir eru skoðaðar auk þess sem rýnt er í hvað val þeirra hefur að segja. Upplýsingar um legsteina eru fengnar m.a. frá Heimi Birni Janusarsyni, umsjónarmanni Hólavallagarðs, og Þór Sigmundsson steinsmiður veitti innsýn í aðferðir sem notast var við við gerð elstu legsteina garðsins og hvernig þróun hefur átt sér stað í legsteinagerð í gegnum tíðina. Að lokum verður litið til framtíðar legsteina og hvaða þróun hún ber í skauti sér; hvort að hún muni taka á sig tæknivæddari mynd eða hvort við munum alltaf halda í aldagömlu hefðina að tileinka fólki áþreifanlegan minnisvarða sem tjáir ást okkar út í eilífðina.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Vala 131222.pdf | 8.96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |