is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45267

Titill: 
  • Margs er að minnast : myndheimur Hólavallagarðs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hólavallagarður, gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu, geymir ríka menningarsögu Íslendinga og hefur gjarnan verið kallaður „stærsta útilistasafn landsins”. Minnisvarðar hans spanna rúmlega 180 ára tímabil og veita okkur þar með innsýn í mismunandi aðferðir og tískubylgjur sem ríkt hafa í legsteinagerð í gegnum tíðina. Í þessari ritgerð verður fjallað um samband steins og letur; hvernig latneska stafrófið varð til með það í huga að það yrði hoggið í stein með meitli og hamri, sem er sama aðferð og steinsmiðir sem gerðu eldri legsteina Hólavallagarðs notuðust við. Mismunandi tákn, leturgerðir og legsteinalaganir eru skoðaðar auk þess sem rýnt er í hvað val þeirra hefur að segja. Upplýsingar um legsteina eru fengnar m.a. frá Heimi Birni Janusarsyni, umsjónarmanni Hólavallagarðs, og Þór Sigmundsson steinsmiður veitti innsýn í aðferðir sem notast var við við gerð elstu legsteina garðsins og hvernig þróun hefur átt sér stað í legsteinagerð í gegnum tíðina. Að lokum verður litið til framtíðar legsteina og hvaða þróun hún ber í skauti sér; hvort að hún muni taka á sig tæknivæddari mynd eða hvort við munum alltaf halda í aldagömlu hefðina að tileinka fólki áþreifanlegan minnisvarða sem tjáir ást okkar út í eilífðina.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Vala 131222.pdf8.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna