is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45268

Titill: 
  • Í minni mínu : ofnar minningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Persónulegu minningar okkar eru atburðir fortíða sem við höfum upplifað í eigin persónu og er grunnurinn að okkar einstakri sjálfssögu. Líkt og vefnaður, sem er ofin úr mörgum mismunandi þráðum, er sjálfssagan gerð úr mörgum samþættandi minningum sem mótar hver við erum. Upplifanir okkar og minningar eru ofin saman til að mynda einstaka sögu sem skilgreinir hver við erum. Í ritgerðinni verður skoðað nokkur verk listamanna og hvernig hugmyndafræði minninga birtast á áþreifanlegan og huglægan hátt í verkum þeirra. Einnig verður skoðað eigin rannsókn á persónulegum minningum sem er að miklu leyti byggt á sjálfssögu rannsókn(1995) Dan P. McAdams. Gerðar voru þrjár tilraunir á útfærslum minninga í ofna flík útfrá vefnaðaraðferðir, efnisval og útfærslum fyrir hverja
    tilraun. Rannsóknin var unnin í nokkrum skrefum og farið verður yfir ferli rannsóknarinnar með áherslu á hvernig hugmyndafræði minninga og tækni vefnaðarins mætast í fatnaði.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar uppistaða vefnaðarins má líkja við lífið og sjálfið. Ívafsþræðirnir eru þá minningarnar, sögurnar og upplifanir okkar, sem gefa lífinu og sjálfinu tilgang. Með samvinnu uppistöðunar og ívafsþráðanna myndast heildstætt verk.
    Sama má segja um minningar okkar og sjálfið. Það eru goðsagnir okkar sem gerir lífið heildstætt og geri það innihaldsríkt. Með þessari rannsókn vil ég vefa upp mínar eigin minningar og sögur, en einnig vekja upp spurningar í sjálfri mér um mína eigin lífssögu og mögulega gefa öðrum tól til að kynnast sjálfum sér og öðrum.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_honey_grace.pdf1,23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna