is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45271

Titill: 
  • Áróður og veggspjöld : notkun bandarískra áróðursveggspjalda í fyrri heimsstyrjöldinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllun þessarar ritgerðar snýr að bandarískum áróðursveggspjöldum í fyrri heimsstyrjöld. Ég leita svara við því hvernig þau komu til og hvaða stofnanir og nefndir komu að sköpun þeirra. Notkun áróðurs verður skilgreind og útskýri ég hvernig hann er notaður á stríðstímum. Sögusviðið er skoðað og komið er stuttlega inn á hlutverk Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Myndmál veggspjaldanna er krufið og skipt niður í fimm flokka sem þjónar hver og einn sérhæfðum tilgangi. Í rannsókn minni við gerð þessarar ritgerðar studdist ég að mestu við fræðirit sem tengdust stofnun The Committee on Public Information og undirdeild hennar: The Division of Pictorial Publicity. Út frá þeirri rannsókn skoða ég hvernig auglýsingaherferðir urðu í fyrsta skipti í sögunni partur af vopnabúri stjórnvalda. Niðurstöður úr rannsókn ritgerðarinnar benda til að þekktar vísanir úr myndmáli veggspjaldanna lifa enn í dag og hafa jafnvel fengið nýja merkingu. Í gegnum tímann hefur myndmálið tekið breytingum og litast af menningu hvers áratugs og í dag sjáum við veggspjöld t.d. um Donald Trump eða veggspjöld gerð fyrir tölvuleiki með tilvísanir í myndmál veggspjalda úr fyrri heimsstyrjöldinni. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að það sé hægt að draga rauðan þráð í gegnum myndmál veggspjaldanna með tilliti til hvaða tilfinninga er ætlað að hreyfa við með gerð þeirra.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arodur_og_veggspjold_Odinn_Pall.pdf7.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna