is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45274

Titill: 
  • Eggjaskurn : vistvænir möguleikar á endurnýtingu eggjaskurnar til að draga úr mengun og sóun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neysla eggja hefur tíðkast um aldir og hafa þau lengi verið vinsæll kostur til matargerðar. Egg hafa þó ekki einungis verið nýtt til matar, heldur hafa þau m.a. verið notuð í myndlist og byggingarlist. Vegna aukinnar eggjaframleiðslu á heimsvísu og þess mikla magns sem til fellur af eggjaskurn er löngu tímabært að velta upp og skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru til endurnýtingar á efninu sem annars endar í landfyllingu. Hér verður sjónum beint að erlendum rannsóknum og tilraunum sem gerðar hafa verið og snúa að endurnýtingu eggjaskurnar sem íblöndunarefnis í ólíkum iðnaði. Eggjaskurn hefur verið rannsökuð á margvíslegan hátt og útkoman úr þeim rannsóknum sýnir fram á að efnið er einkar nytsamlegt. Mögulegt er að nýta það sem staðgengil fyrir önnur óumhverfisvænni efni og einnig til minnkunar á skaðlegum efnum sem annars menga og skaðað geta umhverfið, og sem oftar en ekki stuðla að loftslagsbreytingum. Með því að líta til niðurstaðna þeirra tilrauna sem gerðar hafa verið víðsvegar um heiminn er ekki aðeins forvitnilegt heldur mikilvægt að taka sér þær til fyrirmyndar og skoða möguleikana til endurnýtingar skurnarinnar hér á landi. Ekki er að sjá annað en að margþætt tækifæri standi til boða við nýtingu eggjaskurnar í vöruhönnun og er það farsælt skref í átt að aukinni sjálfbærni og hringrásarkerfi.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð SVALA .pdf5.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna