Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45276
Megin umfjöllunarefni ritgerðarinnar er jafnan; líkami, rými og fatnaður og hvernig má nýta hana m.a. í hönnunarferli fatahönnuða. Tenging þáttana getur verið margslungin og mismunandi eftir hvaða samhengi þeim er varpað fram í. Jafnan verður skoðuð út frá kenningum myndlistamannsins og arkitektsins Friedrich Hundertwasser sem aðgreindi þættina þrjá, ásamt kenningum tískufræðingins Ingrid Loschek sem fjallar um samtalið sem getur átt sér stað á milli þriggja þáttana. Hægt er að rýna í jöfnuna í gegnum allskonar listform en í þessari ritgerð verður farið stuttlega yfir þrjú verk sem koma inn á jöfnuna, hvort sem það er ómeðvitað eða meðvitað. Fjallað verður um kvikmyndina Annihilation, myndlistarmanninn Mulyana og mastersverkefni fatahönnuðarins Caroline Ingeholm. Öll verkin verða sett í samhengi við jöfnuna og dreginn verður lærdómur frá þeim sem verður yfirfærður í hönnunarransókn höfundar. Farið verður yfir það hvernig huglægt ástand eins og kyrrð verður uppspretta af hönnunarrannsókn. Í hönnunarrannsókn höfundar voru gerðar þrjár tilraunir til þess að öðlast innsýn í þá möguleika sem jafnan hefur upp á að bjóða. Helstu niðurstöður hönnunarrannsóknarinnar sýna fram á hvernig þættirnir geta komið saman og myndað eina heild í gegnum miðlun fatahönnunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerð_ThelmaRutG.pdf | 1.78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |