is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45277

Titill: 
  • Fortíð og framtíð hvíta gullsins : um mikilvægi og möguleika salts í fortíð, nútíð og framtíð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin snýr að salti og eiginleikum þess í víðu samhengi. Saga þess er rakin aftur og mikilvægi þess fyrir líf og náttúru skoðað út frá efnafræðilegu sjónarhorni. Saltið hefur mikilvæga sögu að segja hvað varðar fortíðina en um tíma var það jafnt gulli í verðmæti og jafnframt notað sem gjaldeyrir. Salt hefur einnig þjónað miklum tilgangi í flestum trúarbrögðum og þjóðarmenningum heims. Þrátt fyrir gríðarleg verðmæti salts fyrr á tíðum er salt sem aukaafurð fylgifiskur ýmiss námuiðnaðar í dag, t.d. á litíum. Saltúrgangur getur haft verulega skaðleg áhrif á vistkerfin er hann er losaður í kringum svæðin, bæði í sjó og ferskvatni. Þess vegna er góður kostur að bæta úr því með að nýta saltið í eitthvað skynsamlegt, eins og í byggingariðnaðinn og um leið draga úr sementsnotkun eins og við þekkjum hana í dag sem samanstendur af 8% losun ef litið er til heildarlosunar mannsins. Verkefni úr listaheiminum verða skoðuð sem hafa það að leiðarljósi að lifa í betra samræmi við náttúruna, út frá mismunandi nálgun, með saltið í huga. Við þurfum að vera duglegri í að vega salt hvað varðar vinnslu á jarðefnum og að ganga á auðlindir jarðarinnar. Hugum betur að náttúrunni og gefum hunsuðum efnum gaum.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fortíð og framtíð hvíta gullsins pdf.pdf25,61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna