Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45290
Uppskera er endursköpun á þorrablóti, þar sem lambakjöti hefur verið skipt út fyrir plöntufæði. Verkefnið snýst um að skapa umræðuvettvang um matvælaframleiðslu á Íslandi í gegnum matarupplifun við matarborð. Viss tækifæri og nýir möguleikar eru fólgnir í því að rækta meira af grænmeti, ávöxtum og korni á landinu. En hvernig myndum við þá varðveita plöntufæði sem er ræktað allt árið um kring líkt og gert var með lambakjötið áður fyrr? Ef fjárhúsum yrði breytt í gróðurhús og kindum skipt út fyrir plöntur, hvaða áhrif hefði það á matarmenningu Íslendinga?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HG_honnunargreining.pdf | 56,86 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |