Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45292
Ritgerð þessi fjallar um þann rauða þráð og jafnframt kerfisgalla sem strengir saman upplifun kvenna í hinum karllæga heimi tónlistarbransans. Þar verður meðal annars kafað í sögu og heimspeki femínisma, hugmyndir mannkyns um „fullkomnun“ og orðræðu fjölmiðla í umfjöllunum sem lúta að konum í tónlist. Þá verður upplifun þeirra skoðuð meðal annars með hliðsjón af sálfræðilega fyrirbærinu „svikaraheilkenni“ sem og verður farið í félagsfræðilegar rannsóknir sem skoða almennt hvernig fyrirbærið „kona“ er séð af Vestrænu samfélagi. Farið verður um víðan völl til þess að beina ljósi á þau félagslegu og kerfislægu vandamál ásamt þá hliðarvörslu (e. gatekeeping) sem tónlistarkonur – sér í lagi kvenkyns rokkstjörnur – verða fyrir. Til þess að styrkja og undirstrika þennan rauða þráð ætla ég meðal annars að nota mína eigin persónulegu reynslu og gefa með því innsýn og örlítið dæmi um hvers lags hindranir, jafnt innri sem ytri, konur þurfa að yfirstíga til þess eins að byrja. Niðurstöður þessarar ritgerðar munu koma fæstum á óvart enda verður hér dregin upp mynd af feðraveldinu „at it’s fucking finest.“
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hinn fullkomni performans, Í upphafi var feðraveldið; greining á félagslegri og kerfislægri stöðu kvenna í tónlist__Stefanía Pálsdóttir.pdf | 860,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |