Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45297
Hér að neðan verður saga þjóðlagasöfnunnar á Íslandi skoðuð. Fjallað verður um þjóðlög og kvæðalög, hvernig þau hafa verið varðveitt hér á landi og hvernig safnarar fortíðarinnar fóru að. Gluggað var í helstu þjóðlagasöfn Íslendinga, borið saman hvernig kvæðalög eru rituð þar og viðtöl tekin við fólk sem kom að útgáfu Silfurplatna Iðunnar og Segulbanda Iðunnar. Einnig voru skoðaðr rannsóknir sem gerðar hafa verið á rímnalagahefðinni og skráningarmáta sem hafa verið þróaðir fyrir þjóðlagatónlist. Þessir skráningarmátar, í samanburði við sígildu tónlistarhefðina og nótnaskrift hennar, hafa ekki fest sig í sessi. Sígilda nótnahefðin er mjög þróuð og útbreidd skráningaraðferð og því alþjóðlegasta leiðin til þess að skrá niður alla tónlist. En vegna þess hve þróuð aðferðin er á hún það til að vera of föst í forminu fyrir þjóðlagatónlist. Þegar þess slags tónlist er skráð í sígilt nótnakerfi er það því ákveðin þýðingarvinna. Mikill spuni fellst í kvæðahefðinni en skreytingar eru almennt lítið skráðar inn í nóturnar. Lesandi eða túlkandi getur notað nóturnar sem beinagrind eða hjálpartæki til flutnings tónlistarinnar. En til þess að útkoman verði sem næst lifandi hefð er best að hlusta einnig á upptökur eða komast í kynni við einhvern sem kann og stundar hefðina.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásta S. Arnardóttir - Um íslenska kvæðahefð og varðveislu hennar (4).pdf | 228,99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |