is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/453

Titill: 
 • Virðiskeðja fyrir þorskafurðir : hvernig dreifist virði milli mismunandi stiga virðiskeðjunnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Stöðugt vaxandi samkeppni á alþjóðamarkaði krefst þess að stjórnendur fyrirtækja séu stöðugt með hugann við samkeppnishæfni þeirra, vöxt, arðsemi og markaðsvirði. Stjórnendur fyrirtækja geta notað virðiskeðju fyrirtækja sem hjálpartæki sér til handar og eins er virðiskeðja handhæg til að greina hvernig innri starfsemi fyrirtækja virkar.
  Virðiskeðjan líkt og hún er sett upp fyrir þessa ritgerð er hugsuð sem hjálpartæki, reynt var að sjá á hvaða stigum framleiðslu virðisauki er að myndast innan keðjunnar og hvernig hann skiptist. Virðiskeðjan sem búin var til fyrir þetta verkefni er hugsuð út frá ákveðnum vöruflokkum og ekki fyrirtækjum.
  Þetta gerir keðjuna í raun einfaldari en ella, öllum stuðningsaðgerðum innan keðjunnar er sleppt og aðeins einblínt á frumaðgerðir.
  Búnar voru til virðiskeðjur fyrir sex þorskafurðir fyrir þrjá mismunandi markaði í Evrópu. Í verkefninu var leitast við að finna út hversu mikið neytandi á viðkomandi mörkuðum er að borga fyrir eitt kíló af þeim afurðum sem til skoðunar voru. Ennfremur var reynt að finna út hvert hlutfall söluaðila á hverjum markað fyrir sig var í því verði sem neytandinn borgar fyrir eitt kíló af afurð.

  Hlutdeild söluaðila var mjög breytileg eftir því hvaða markaðir voru skoðaðir. Í flestum tilfellum var hlutdeildin um og yfir hundrað prósent og bar Spánarmarkaður af og var meðalhlutdeild þar um 249%.
  Það kann að vera vegna allra þeirra hefða sem eru til staðar á Spánarmarkaði og einnig þar sem að hluta til þá er saltfisksala þar árstíðabundin.
  Hlutdeildina má sjá betur í töflunni hér að neðan.
  Hlutdeild eftir löndum og afurðum.
  Spánn; saltfiskur Bitar 188%
  Flök 249%
  Flattur þorskur 312%

  England Ferskflök. 51%
  Landfryst flök. 113%
  Sjófryst flök. 132%
  Veitingahús 92%
  Brauðaður 52%

  Belgía Ferskflök. 92%

  Ekki er hægt að skera úr um hvort þetta er bara vegna álagningar af hendi stórmarkaða vegna þess að ekki var unnt að nálgast neinar haldbærar upplýsingar um þá hlið.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
virdiskedja_h.pdf121.07 kBOpinnVirðiskeðja fyrir þorskafurðir - heimildaskráPDFSkoða/Opna
virdiskedja_u.pdf95.13 kBOpinnVirðiskeðja fyrir þorskafurðir - útdrátturPDFSkoða/Opna
virdiskedja.pdf750.14 kBOpinnVirðiskeðja fyrir þorskafurðir - heildPDFSkoða/Opna