is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4531

Titill: 
  • Ferlar í gerð verndaráætlunar náttúruverndarsvæða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verndun náttúru og náttúrugæða er í sífelldri þróun samhliða aukinni þekkingu mannkyns á ferlum hennar og áhrifum sem hún verður fyrir vegna athafna mannsins. Bæði náttúruleg framvinda, sem og inngrip mannsins í vistkerfi, eru síbreytilegir og kvikir ferlar. Lengi vel áttu menn erfitt með að tengja saman náttúrulega framvindu og áhrif sín á hana. Með sífjölgandi verndarsvæðum, þjóðgörðum, friðlöndum og öðrum friðlýstum náttúruminjum, óx áhugi stjórnenda á því að finna leiðir til að meta sérstöðu og gildi svæða og hanna skilvirkar aðferðir til þess að skila svæðunum og sérstöðu þeirra til framtíðar. Mikil samkeppni er um landsvæði til ýmissa nota og oft verða árekstrar milli mismunandi notenda. Að taka frá land til verndar átti lengi vel, og á jafnvel enn, undir högg að sækja, ekki síst þar sem erfitt er að greina sýnilegan efnahagslegan ávinning af slíkri aðgerð umfram mörg önnur not. Verðmiði verndarsvæða er oft óljós. Því hefur stjórnendum verndarsvæða og stofnana þeirra lengi verið ljóst að hanna þyrfti verkfæri sem aðstoðaði þá við að setja eins konar verðmiða á verndarsvæði og sanna tilvist þeirra umfram önnur landnot. Umrætt verkfæri er gerð skilvirkra verndaráætlana. Þær eru leið til að fylgjast með og þekkja breytingar á náttúrufari verndarsvæða, jafnt af manna völdum sem öðrum og finna og þekkja leiðir til að bregðast við þeim. Þær eru lærdómsferli, inngrip og úrræði sem byggjast á þekkingu á þeim vistkerfum sem um ræðir. Þær geta aukið sýn og skilning almennings og hagsmunaaðila og eflt sátt um verndarsvæði. Jafnframt geta þær aukið vitund almennings um náttúruvernd og nauðsyn hennar. Í ritgerð þessari eru skoðuð helstu verkfæri verndaráætlana, virkni þeirra og not. Umrædd fræði eru minna þekkt hérlendis en víða erlendis, þótt ýmsar verndaráætlanir hafi verið unnar, oft samkvæmt forskrift erlendis frá. Brýnt er hins vegar að Íslendingar þrói verkfæri til eigin nota og kynni þau fyrir almenningi. Aukin vitund þjóðarinnar um vernd og viðhald náttúrulegra gæða er í raun forsenda þess að búa í sátt við landið og auðlindir þess.

Samþykkt: 
  • 16.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð, Jón Björnsson 2009.pdf849.68 kBOpinnPDFSkoða/Opna