is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45329

Titill: 
  • Myndskreyttir bókstafir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar eru skreyttir bókstafir. Fjallað er um sögulegt samhengi, fagurfræðilega þætti og tengingu þeirra við grafíska hönnun eins og hún þekkist í nútímanum. Skoðuð eru handrit frá miðöldum, bæði erlendis frá og hérlendis, og gerður verður samanburður þar á milli. Rýnt verður í stíl leturgerða og skreytinga, uppruna þeirra og tengingar við listamenn og hönnuði í því samhengi. Rannsóknin er fjölbreytt og kemur víða við þar sem efnið snertir á mörgum ólíkum flötum er tengjast sögu ritunar, prentunar, bókagerðar og hönnunar. Staðreyndin er sú að hingað til hefur ekki verið gert altækt ágrip af öllu er viðkemur skreyttum bókstöfum og því sækir rannsóknin heimildir víða. Ásamt þessu voru skoðaðar helstu bækurnar er snerta á viðfangsefninu (bæði erlendar og íslenskar) og kom veraldarvefurinn einnig að góðum notum. Gripið er niður í helstu áhrifavalda skreyttra bókstafa, ris og hnignun þeirra og stöðu í nútímanum. Einnig er fjallað um áhrif þeirra á grafíska hönnun í sínu víðasta samhengi og er ótvírætt að þau eru umtalsverð. Skrifararnir í klaustrum á miðöldum byggðu grunn með handrita- og bókagerð sinni sem enn stendur stöðugum fótum í dag og er sá grunnur sjáanlegur alls staðar þar sem notast er við ritað mál.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerd - myndskreyttir bokstafir - alfred.pdf59,22 MBOpinnRitgerðPDFSkoða/Opna