Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45330
Í þessari ritgerð rannsakar höfundur hugtakið hverfisverndun og tekur fyrir Norðurmýrina sem staðbundinn rannsóknarvettvang. Norðurmýrin er fyrsta hverfið sem skipulagt var fyrir utan eldra borgarskipulag Reykjavíkur frá 1927 sem afmarkaðist af Hringbraut. Hverfið er hannað í anda nytjastefnu módernismans þar sem notkun og réttur alls almennings til bjartra og heilsusamlegra híbýla stýrði hönnun og útliti húsanna. Höfundur rannsakar hugmyndafræði fúnkísstefnunnar á Íslandi og greinir frá aðlögun fúnkíshúsana að íslenskum aðstæðum og samfélagi. Norðurmýrin þykir eitt heildstæðasta dæmi Reykjavíkur um þann byggingarstíl sem hverfið byggist á og í hverfinu er hægt að sjá hvernig fúnksjónalisminn þróaðist . Í dag nýtur hverfið sérstakrar hverfisverndunar í aðalskipulagi vegna menningarsögulegrar og listrænnar sérstöðu sinnar. Markmið hverfisverndunar er að varðveita heildaryfirbragð og útlit sérstakra hverfishluta. Ólíkt húsafriðun felur hugtakið húsvernd ekki í sér stöðvun eða bann við breytingum. Miklu fremur er verið að setja fram ósk um eðlilegt viðhald og endurnýjun þar sem tekið er tillit til gerðar og útlits húsa og umhverfi þeirra. Hverfisverndun er þó ákveðin kvöð á eigendur húsa sem undir hana heyrir og takmarkar hún hverju eigendur meiga breyta við eignir sínar og hafa þeir ekki aðgengi að sjóðum sveitafélaga vegna viðhalds líkt og gildir um viðhald húsa sem heyra undir húsafriðun. Þrátt fyrir verndun hefur hverfið tekið útlitsbreytingum og hverfið heldur áfram að þróast og aðlagast nýjum samfélagslegum aðstæðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Norðurmýrin_lokaritger_ba_prof.pdf | 6,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |