is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45334

Titill: 
  • Opin verk og grafísk nótnaskrift
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nótnaskrift hefur þróast frá því að vera litlir punktar á blaði yfir í það að vera fullskapað nótnaskriftarkerfi í gegnum árin. Margt hefur haft áhrif á þessa þróun og tilgangur nótnaskriftarinnar hefur verið misjafn eftir tímabilum tónlistarsögunnar. Tuttugasta öldin hristi rækilega upp í hefðinni og áherslur og viðhorf til tónlistar breyttust verulega. Tilraunastarfsemi einkenndi tuttugustu öldina hvað varðar tónsmíðar og tónskáld leituðu nýrra aðferða við tónsköpun. Upp úr þessu fæddist grafísk nótnaskrift. Umberto Eco fjallar um opin verk í bók sinni The Open Work og setur fram hugmyndir um samstarf milli tónskálds og flytjanda, tungumál og túlkun opinna verka. Í þessari ritgerð eru hugmyndir Ecos settar í samhengi við umvendingar tuttugustu aldarinnar, grafíska nótnaskrift, ástæður tónskálda fyrir því að velja að semja opin verk og nota grafíska nótnaskrift, og hlutverks óákveðni í tónverkum. Grafísk og opin verk bjóða upp á annars konar úrval upplýsinga sem tónskáldið getur valið um að miðla. Hin hefðbundna nótnaskrift hefur gegnt sínu hlutverki vel í gegnum tíðina, en breyttar áherslur tuttugustu aldar hafa kallað eftir öðruvísi skráningaraðferðum. Grafísk og opin verk bjóða upp á aukna þátttöku flytjenda, en þýska ljóðskáldið Novalis sagði að þau verk sem bjóða upp á aukið samspil og sameiningu mismunandi hugmynda, lífsviðhorfa og hugsunarhátta, séu frumlegri og áhugaverðari en ella. Þó að grafísk og opin verk geymi nokkra óákveðni (í hefðbundnum skilningi), er óákveðni í eðli allra upplýsinga og miðlun þeirra. Það er tónskáldsins að velja hvar þessi óákveðni liggur.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asa_Onnu_Olafs_BA_lokaritgerd_des_2022.pdf335.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna