is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45344

Titill: 
  • Kennsluaðferðir í trommukennslu : sannreyndar kennsluaðferðir með áherslu á fimi mátaðar við undirbúning áfangaprófa rytmísku aðalnámskránnar á trommur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvernig tónlistarkennari sem er að undirbúa nemanda fyrir áfangapróf úr aðalnámskránni í rytmískri tónlist á trommur getur nýtt sannreyndar kennsluaðferðir við námsmat og kennslu. Skoðað er hvernig kennari getur aflað sér nákvæmra gagna með reglulegu námsmati og hvernig hægt er að nýta sér gögnin til ákvarðana varðandi framgöngu kennslunnar.
    Skoðaðar eru niðurstöður sem fást með ákveðinni námsmats aðferð, en sú aðferð getur gefið ágæta mynd af fimi nemanda. Fimi er skilgreind og sett í samhengi við námsmat. Einnig er skoðað hvernig fimi á við í trommukennslu í undirbúningi fyrir áfangapróf og hvernig hægt er að auka hana. Farið er í hvernig hægt er að brjóta niður samsetta hæfni í prófþáttum í smærri þætti. Þessir smærri þættir eru skilgreindir og komið er með dæmi um leiðir til þess að ná upp fimi í þeim með sannreyndum kennsluaðferðum. Höfundur aflaði sér heimilda um ritgerðarefnið úr greinum á netinu og úr bókum sem fjalla um ýmsar kennsluaðferðir, atferlisfræði og rannsóknir sem tengjast þeim greinum. Hann bar þessar heimildir saman við eigin reynslu og þekkingu í trommukennslu og tengir efnið við rytmíska aðalnámskrá tónlistarskólanna.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Þorvaldur.pdf862.77 kBLokaður til...03.03.2085HeildartextiPDF