is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45346

Titill: 
  • Söngur Þorlákstíða : rannsókn á mögulegri fjölröddun við flutning Þorlákstíða á 15. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óvissa ríkir um það hvort tíðasöngur á miðöldum hafi verið sunginn einradda eða í fjölröddun á Íslandi. Í þessari ritgerð verða Þorlákstíðir, tíðasöngur tileinkaður Þorláki helga Þórhallssyni, nýttar til varpa ljósi á þá spurningu. Í fyrsta kafla er farið yfir helstu atriði varðandi handritið AM 241 a II folio sem Þorlákstíðir eru skrifaðar í, en það er tímasett á mótum 14. og 15. aldar. Innihald handritsins er skoðað og farið yfir hvaða tíðasöngsliði má þar finna. Síðan er gerður samanburður við erlendar fyrirmyndir tíðasöngsins. Næstu þrír kaflar fara í umfjöllun um tíðasöng eins og hann var sunginn í Evrópu á miðöldum. Fyrst er farið í sjálfan sönginn og skoðaðar nótnaskriftaraðferðir og tónfræði miðalda. Næst er útskýring á tíðasöngnum sjálfum og byggingu hans, og að lokum er rakin saga fjölröddunar í Evrópu fram að ritun handritsins. Efni þessara kafla er síðan notað til þess að setja fram tilgátu um það hvernig flutningi Þorlákstíða gæti hafa verið háttað á Íslandi þegar handritið var ritað. Þar sem efnið er að miklu leyti erlent, og Ísland og Evrópa voru bæði hluti af menningarsvæði kaþólsku kirkjunnar eru allmiklar líkur á því að flutningur á þessu verki hefði verið svipaður í Evrópu og á Íslandi. Allmiklar líkur eru því á því að tíðasöngvarnir hafi, að minnsta kosti að hluta til, verið sungnir í fjölröddun. Líklegast er að sú fjölröddun hafi verið einhver tegund af organum, annaðhvort strangur eða frjáls.

Samþykkt: 
  • 19.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð - Söngur Þorlákstíða - Lokaskil.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna