en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45351

Title: 
  • Title is in Icelandic Khachaturian : þar sem austrið mætir vestrinu, með söng og dansi forfeðranna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Khachaturian er nafn armenska tónskáldsins sem lifði árin 1903 - 1978. Hann er þekktasta tónskáld Armeníu, og er hans einnig minnst sem einu af fremstu tónskáldum Sovétríkjanna. Þrátt fyrir að hafa ekki skilið eftir sig jafn mörg tónverk og sumir kollegar hans, hefur Khachaturian haft mikil áhrif og merkt sér einkennandi stað í tónlistarsögunni. Í þessari ritgerð spyr ég hversu þekkjanlegur þjóðlagaarfurinn er í tónlist Khachaturians, og geri mitt besta að svara þeirri spurningu í umfjöllun um hann, feril, stíl, armensk einkenni, og einnig með því að skoða hvernig bæði tónmál og viðfangsefni hans tengjast þjóðararfinum. Í fyrsta skiptið sem ég heyrði sjálfur tónlist Khachaturian þá var það Spartacus ballettinn sem ber bæði kunnuglegan og framandi tón, stuttu síðar sýndi pabbi minn mér Sinfóníu no. 3, enn sterkari og dramatískari tónar frá Armeníu. Ég fann strax að þarna voru einhverjir töfrar og áhugi minn leiddi mig lengra. Ég fór að hlusta mikið á Khachaturian og skoða ýmis verk eftir hann. Þegar það kom að þessari ritgerð, lá vel fyrir að velja Khachaturian, ég las mig til um hann og safnaði heimildum úr fræðigreinum á borð við “The Music That Shaped A Nation: The Role Of Folk Music, The Duduk, And Clarinet In The Works Of Contemporary Armenian Composers Aram Khachaturian And Vache Sharafyan,” (2015) eftir Anastasiu Christofakis, ,,National Identity Construction in Music: A Case Study of Aram Khachaturian” (2017) eftir Brigittu Davidjants, og ,,Fragments from the History of Armenian Music” (2009) eftir Mher Navoyan. Það er kannski augljóst nú þegar, á þessum titlum, og mínum lýsingum, að hér er um þjóðlegt tónskáld að ræða. Ég komst að því að tónlist Khachaturian hefur einkenni armenskrar tónlistar, án þess að hann vitni beint í armensk þjóðlög. Hann hafði mikinn hæfileika til þess að semja laglínur sem hljómuðu eins og armensk þjóðlög, og sumum lögum hans var jafnvel tekið sem þjóðlögum. Armensk tónlist leitar eftir miðju í laglínum sínum, og Armenía sjálf var á milli austursins og vestursins. Einnig er ákveðinn miðpunktur eða gatnamót í Khachaturian, því hann er blanda af armenskri og vestrænni tónlist. Í ljóðrænni listsköpun sameinast saga Khachaturian og Armeníu, drifin af trú og þrautsegju, túlkuð í söng og dansi, í dag, eins og menning Armeníu hefur birst í aldanna rás.

Accepted: 
  • Jun 19, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45351


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Khachaturian - Þar sem austrið mætir vestrinu, með söng og dansi forfeðranna.pdf269,47 kBOpenComplete TextPDFView/Open