Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45357
Ritgerð þessi fjallar um birtingarmyndir bernskunnar í myndlistarverkum mínum. Leikurinn, draumar og dýrmæti augnabliksins eru hugtök sem ég set í samhengi við verk mín af einkasýningunni blingalingaling (2022), vídjóverkið spinning magnet (2022) og vídjóinnsetninguna Playmo Politics (2020). Verk Gabríelu Friðriksdóttur, Tove Jansson, Hayao Miyazaki, Henri Matisse og David Lynch eru þar skoðuð í samhengi við eigin verk. Mér til stuðnings skoða ég upptök naívisma í myndlist í byrjun 20. aldar auk þess sem ég set eigin verk í samhengi við skrif þroskasálfræðingsins Howard Gardner um leik barna, hugmyndir Sigmunds Freud um tengingu leiks og sköpunar og Stefnuyfirlýsingu súrrealismans (1924) eftir André Breton.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 1.71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |