Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45358
Í ritgerð sinni Yfirskilvitlegt hugarástand sálarinnar fjallar Ingibjörg Lárusdóttir um hugmyndir sem liggja að baki eigin listsköpun. Hún setur listhugsun sína í fjölbreytilegt listfræðilegt og sálfræðilegt samhengi þar sem rauði þráðurinn er lotning, dauðinn, hringrás lífsins og óendanleiki. Stutt er við hugtökin ,,ægifegurð”, ,,symbólisma” og ,,súrrealisma” til að varpa ljósi á það hvernig vísindaleg þróun og aukinn skilningur mannsins á heiminum hefur ýtt undir þörf hans til að brjótast út fyrir raunveruleikann og inn í heim hugmynda. Hún fjallar um það hvernig óútskýrð tákn eru notuð til að endurskapa hugmyndir eða tilfinningar í huga áhorfandans og hvernig blæti hluturinn gerir einstaklingi kleipt að færa persónulegan kvíða úr undirmeðvitundinni inn í efnisheiminn. Hún fjallar um það hvernig Edvard Munch og Louise Bourgeois nota list sína til að takast á við erfiðleika raunveruleikans, ýmist sem meðferðatól eða leið til að skilja sjálfan sig eða lífið betur. Hugtökin ,,hugljómun” og ,,löngun” eru útskýrð útfrá súrrealísku samhengi og farið er út í það hvernig súrrealistar beittu aðferðum dulspeki og sjálfvirkni Freuds til að afhjúpa ómeðvitaða hugsun til að tjá langanir. Ingibjörg setur fram hugmyndir Carl Gustav Jung um mikilvægi hetjusögunnar í tengslum við egóið og fer út í það hvernig yfirskilvitlegu hugarástandi sálarinnar er náð með uppfyllingu djúpra falinna langana. Í lok ritgerðarinnar segir Ingibjörg svo frá því hvernig hún sjálf frelsaði margvísleg tákn úr undirmeðvitundinni og notaði þau til að gera sér grein fyrir og uppfylla sínar dýpstu langanir með einkasýningu sinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð - Ingibjörg Lárusdóttir.docx.pdf | 1,86 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Yfirskilvitlegt Hugarástand Sálarinnar - Ingibjörg Lárusdóttir.docx.pdf | 2,86 MB | Opinn | BA Ritgerð | Skoða/Opna |