is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45359

Titill: 
  • As Seen on CNN
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er rannsókn á vinnuaðferð og þróun sjálfs míns sem listamanns með tilliti til náms og þroska á skólagöngu minni við Listaháskóla Íslands. Í ritgerðinni kanna ég tengsl og áhrif menningarbrengls (e. culture jamming) á mig og mína listsköpun. Skoðuð eru verk Joey Skaggs, Nadiu Plesner, The Yes Men og Evu og Franco Mattes sem öll hafa vakið athygli fyrir menningarbrengl. Þrjú af verkum mínum sem unnin hafa verið í skólanum verða tekin til skoðunar í samhengi við liststefnuna menningarbrengl. Það eru verkin MOM air, Wendy‘s Iceland Inc og Íslatte. Að lokum skoða ég hvernig listastefnan hafði áhrif á einkasýningu mína Co-Branding. Rannsókn þessi leiðir í ljós að þrátt fyrir að hafa ekki þekkt hugtakið menningarbrengl þegar ég skapaði MOM air og Wendy‘s Iceland Inc þá nýtti ég öll þau tæki og tól sem hugtakið býður upp á. Þegar kom að einkasýningunni minni Co-Branding var ég búinn að náð góðri færni, reynslu og þekkingu af menningarbrengli sem ég gat nýtt mér til þess að skapa mína eigin nálgun að liststefnunni.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
As Seen on CNN.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna