Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45373
Í þessari ritgerð mun ég fara yfir alla þá þætti sem skilgreina mig sem myndlistarkonu. Hvaðan ég dreg innblástur og hvernig mín heimssýn tvinnast við mína sköpun. Farið verður yfir tvö verk ásamt einni einkasýningu sem ég hef gert á skólagöngu minni við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og verður það sett í samhengi við listaverk og fræði annarra myndlistarmanna sem og þverfaglegra fræðimanna og rithöfunda. Fjallað verður um þátttökuverk myndlistarmannanna Pipilotti Rist og Melanie Bonajo og hvernig ég hef dregið innblástur þaðan. Fjallað verður um tengingu listaverka minna við annars vegar kvenleikann og hins vegar hugmyndir um barnæsku. Einnig verða draumar skoðaðir og pælt verður í tengingunni sem er á milli allra þessara þátta. Í kjölfar umfjöllunar um drauma verður fjallað um hefðir súrrealista í tengslum við drauma og dulvitund byggðar á kenningum Sigmunds Freuds. Verður þá einnig fjallað um draumfræði tíbetskra munka, þær hefðir og aðferðir sem þeir hafa notað til þess að beisla á drauma og hvernig það hefur haft áhrif á listsköpun mína. Það sem tengir þetta allt saman og er sem rauður þráður í gegnum ritgerðina er ævintýrið um Lísu í Undralandi sem ég tel vera hliðstæðu við mín ævintýri, ekki einungis í sköpun heldur einnig í lífinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
auðurmist_BAgreinargerð+ritgerð.pdf | 27,03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |