is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45385

Titill: 
  • Hið heilaga djók; smæð skaparans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um meginþemu listsköpunar höfundar, sem eru tungumálið, grín, þráhyggja, hið ægifagra og sjálfið. Fjallað verður um kenningar þýska sálgreinisins Sigmund Freud (1856-1939) og franska heimspekingsins Henri Bergman (1956-1941) um húmor, til hliðsjónar við skýrslu þýska kynjafræðingsins Helgu Kotthoff (1951), Gender and humor: The state of the art, um valdbeitingu húmors innan valdakerfa samfélagsins. Rýnt verður í verk Ragnars Kjartanssonar (1976) og Höllu Birgisdóttur (1988) í samhengi við verk höfundar og fundið þar hliðstæður við verk höfundar Ég má aldrei bara hafa gaman (2021). Í samhengi við verk höfundar Engillinn ég (2022) og einkasýningu höfundar Sektarkennd þess að vera verður fjallað um Kristna fagurfræði, með heimildum kafla úr The Beauty of God: Theology and the Arts í ritstjórn Daniel J. Treier, Mark Husbands, and Roger Lundin. og Biblíuna sem táknmynd hins ægifagra, með ritgerðinni The De-sublimations of Christian Art, eftir breska guðfræðingsins og heimspekingsins Ben Quash (1968), um hið ægifagra í Kristinni fagurfræði, og til stuðnings. Kenning gríska heimspekingsins Aristótelesar um Eterinn sem fimmta frumefnið verður tekin fyrir - og hvaða tilfinningar fylgja upplifun fólks á hinu æðra. Í samhengi við einkasýningu höfundar Ég gæti alveg eins bara notið þess (2022) verða grunnhugtök eðlisfræði og skali alheimsins tekin fyrir í samtali við hið ægifagra. Til hliðsjónar við það er fjallað um tilgátu bandaríska sálfræðingsins Julian Jaynes (1920-1997) sem kallast Bicameral mind hypothesis, þar sem tilgátan setur fram að upplifun fólks á hinu æðra hafi byrjað í meðvitundinni. Fjallað verður um þessi hugtök í samhengi við nýjustu verk og sýningar höfundar, með tilliti til marglaga sjálfsmyndar, og heimssýn höfundar. Að lokum verður fjallað nánar um jaðarsetningar og marglaga sjálfsvitund höfundar og hvernig það hefur áhrif á sköpun höfundar með tilvísun í verki sínu Genderator (2022) sem fjallar um kyn utan tvíhyggju.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_GREINARGERD_2023_SNIDMAT-REGN-merged.pdf2,8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna