is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45387

Titill: 
  • ,,Við erum að gera svona tónlist." Tónlist í leikskóla - liður í valdeflingu barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi greinir frá lokaverkefni mínu sem unnið var vorið 2023 í tónlistarstundum á Leikskólanum Vesturborg. Markmið verkefnisins var að kenna tónlist út frá forsendum barna; í gegnum sköpun og leik með þá von að stundirnar yrðu gefandi og valdeflandi fyrir börnin. Sú rannsóknarspurning sem lá til grundvallar var hvort tónlist í leikskóla geti verið liður í valdeflingu barna.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er greint frá þeim fræðum sem liggja að baki þessu verkefni. Þar verður fjallað um gildi tónlistar fyrir yngri börn út frá tungumálinu, þroska þeirra og hæfni og getu til að skapa tónlist. Þá verður hugað að sjálfseflingu barna og kenningum um hvað teljist umbreytandi nám, valdefling og trú á eigin getu og að lokum listina að leika sér, þar sem kenningar um sköpun og leik barna eru skoðaðar og sýnt fram á tengslin þar á milli. Í seinni hluta ritgerðinnar er svo greinargerð mín um verkefnið sjálft en þar er greint frá kennslufræðilegri nálgun verkefnisins, ígrundunum eftir tímana og að lokum helstu niðurstöðum og því sem ég tek út úr þessu ferli.
    Í niðurstöðum verkefnisins má sjá að tónlistarstundir í leikskóla geti verið staður þar sem börn fá rödd, þau upplifi að þau tilheyri hópnum og þar fái þau rými fyrir sköpun og leik gegnum samvinnu á jafningjagrundvelli. En það gefur til kynna að tónlistarstundirnar séu valdeflandi vettvangur, svo lengi sem börnum er gefið nægt frelsi og kennarinn sleppir tökum á einhvers konar áherslu á sýnilegan árangur. Því meira frelsi sem börnunum var veitt, því meiri sköpunargleði og almenna vellíðan mátti greina í tónlistarstundunum.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Vigdís Þóra.pdf406.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna