is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45388

Titill: 
  • Efni sem virkjar efni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvernig verður list til og hvað virkjar hana - hver er efniviðurinn? Í þessari ritgerð er farið yfir þá þættir sem virkjast þegar listamaður ákveður að taka til hendinni og skapa listaverk – og hvernig þessir þættir virkjast í minni eigin sköpun. Ferlið er hefst á sjónarhóli listamannsins með skynjun hans á umhverfinu og fjallað er um hvernig huglægni hvers og eins mótar upplifun hans af því sem hann verður vitni að og skynjar. Rædd eru áhrif tákna, beinna og hlaðinna, túlkun þeirra í nútímasamfélagi og samhengi við mannlega hugsun; hvenær eru þau viðeigandi og hvenær trufla þau miðlun verka. Þá tekur við túlkun skynjunarinnar og fjallað um kenningar David Humes um skilning. Dregið er fram mikilvægi þess að áhorfendur og listamenn séu frjálsir að túlkun sinni á heiminum og list, burt séð frá ásetningi og túlkunum hvers annars. Loks eru fjallað um áhrif sjálfsins og þeirra þátta sem það móta, sér í lagi í mínu tilviki; það að vera kona í nútímasamfélagi og áhrif hernáms og þess að vera nýlenda á íslenska þjóðarsjálfið sem er mér áhrifavaldur. Niðurstaðan er að skynjun og túlkun verður listamanninum að efnivið listsköpunar. Umhverfi leggur til efniviðinn sem listamaðurinn skynjar, túlkun hans er mótuð af margvíslegum þáttum eins og raunar túlkun áhorfandans á efnislegri afurð ferilsins, listaverkinu sjálfu. Þannig virkjar efni efni.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Greinagerð og Ritgerð_2023_Guðrún Jónsdóttir.pdf1,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna