is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4539

Titill: 
  • Skiptibeit hrossa og sauðfjár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhugi manna á láglendisbeit sauðfjár hefur farið vaxandi. Kemur þar til aukin krafa um að minnka hálendisbeit, einkum vegna róðurverndarsjónarmiða. Einnig hafa komið til hagkvæmnisjónarmið þar sem fækkun sauðfjár á afréttum veldur erfiðleikum við smölun, og eiga margir bændur í raun engan annan kost en að beita lambfé sínu á láglendi yfir sumarið. Vandamálið er hins vegar það að láglendisbeit hefur almennt gefið verri dilka en beit á hálendi. Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að kanna áhrif forbeitar hrossa á framræstri láglendismýri á vöxt og þrif lamba sem beitt var á endurvöxtinn. Forbeitinni var ætlað að kalla fram endurvöxt plantnanna í beitarhólfunum, sem notuð voru undir rannsóknina, og líkja þannig
    eftir hálendisbeit þar sem sífellt framboð er á nýgræðingi. Valdar voru 40 tvílembdar ær með lömbum af sambærilegum fæðingarþunga frátilraunabúi
    Landbúnaðarháskóla Íslands á Hesti. Ánum var skipt í tvo hópa, fór annar hópurinn í skiptibeit og samanburðahópur var rekin á afrétt. Skiptibeitin fór fram á Hvanneyri ,, suður í landi“ og stóð frá 15. júní fram til 28. ágúst 2007, þegar lömbin voru sett á beit á áborinni há á Hesti í 5 vikur fram að slátrun. Samanburðarhópurinn gekk á fjalli frá 15. júlí til 14. september og var síðan settur á háarbeit á Hesti í tvær vikur. Lömbunum var síðan öllum slátrað 2.október 2007. Niðurstöðurnar sýndu ómarktækan mun á lífþunga milli skiptibeitarhrútanna og samanburðarhrútanna. Hinsvegar var marktækur munur á fallþunga og kjötprósentu (p<0.05), þar sem dilkar hrúta í skiptibeitinn flokkuðust verr en úr samanburðarhópnum. Niðurstöður úr ómmælingunum sýndu mjög marktækan mun á milli hópanna, hjá bæði hrútum og gimbrum. Gimbrarnar í tilraunahópnum flokkuðust mun betur í dilka en gimbrarnar í samanburðarhópnum og ekki var marktækur munur á lífþunga, fallþunga og kjötprósentu á milli gimbra hópanna. Niðurstöður þessar benda til þess að skiptibeit með hrossum sé raunhæf leið til að auka gæði dilka á láglendisbeit.

Samþykkt: 
  • 16.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Silja Sigurðardóttir.pdf828.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna