is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45393

Titill: 
  • Að teikna tónlist í loftinu - möguleikar theremins og grafískrar nótnaskriftar fyrir tónlistarkennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um nýja nálgun í tónlistarkennslu í gegnum grafíska nótnaskrift og theremin. Undirrituð kannar hvernig er hægt að nota tákn, liti og mynstur til þess að teikna myndir í loftinu og þannig spila og hlusta á myndir sem að nemendur hafa skapað. Grafísk nótnaskrift er aðgengileg fyrir alla þar sem ekki er nauðsynlegt að hafa bakgrunn í tónlist til þess að nýta hana í tónsköpun og býður thereminið upp á mikla möguleika til þess að virkja ímyndunaraflið og upplifa tónlist á nýjan og einstakan hátt.

    Ritgerðin er starfendarannsókn (e. action research) þar sem ég rýni í mitt eigin starf í thereminkennslu og fer yfir það sem ég hef lært og notað í mínum eigin thereminsmiðjum. Eins hef ég haldið smiðjur nú í vor sérstaklega fyrir þessa rannsókn. Við rannsóknina styðst ég einnig við dagbók sem og viðtöl. Á grunni smiðjanna og þeirra gagna sem ég hef tekið saman legg ég svo fram tillögur að leikjum og æfingum sem að aðrir tónlistarkennarar geta nýtt sér í kennslu við áþekka nálgun að tónlist.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hekla-MA.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna