is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45403

Titill: 
  • Tæknivæðing í kvikmyndatónlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrstu kvikmyndirnar litu dagsins ljós undir lok 19. aldar en hvorki heyrðist í þeim tal né tónlist. Fljótlega var þó tónlist bætt við, annað hvort með píanói eða hljómsveit. Á 3. áratugnum kom hljóðtækni svo hægt var að taka upp tónlistina fyrirfram. Hinsvegar var hljóðtæknin ekki mjög þróuð svo tónskáldum var almennt illa við hana í upphafi. Á árunum 1930-1950 var kvikmyndaframleiðslan orðin gríðarleg og er tímabilið oft kallað gullöld kvikmyndarinnar. Á þeim tíma var búið að gera uppskrift að ferli við vinnslu kvikmyndar sem er enn í notkun í dag. Framleiðsluferlinu er skipt í 3. hluta: forframleiðslu, framleiðslu og eftirvinnslu. Tónskáldið kemur oftast inn í ferlið þegar kvikmyndin er í eftirvinnslu. Í ritgerðinni er fjallað um ferli tónskáldsins á gullöldinni, skoðað hverjar tækniframfarir hafa verið og síðan borið saman við hvernig það var við lok 20. aldar og byrjun þeirra 21.. Ferli tónskáldsins hefur ávalt byrjað með því að tónskáld, leikstjóri og tónlistarritstjóri koma saman á fundi (svokölluðum spottunarfundi) til að ræða hvernig tónlistin á að vera í kvikmyndinni. Á gullöldinni byrjaði tónskáldið strax að semja tónlistina, oft með hjálp aðstoðarfólks og ferlinu lauk síðan með upptökum. Allt þetta þurfti að gerast á stuttum tíma þar sem búið var að setja útgáfudag sem mátti ekki haggast. Á næstu árum voru ýmsar tækniframfarir í tónlistargeiranum sem gerðu líf tónskáldsins auðveldara. Hljóðgervlar komu fram við lok 7. Áratugarins og seinna tölvuúrtök af hefðbundnum hljóðfærum nokkru seinna. Að lokum kom stafræna hljóðvinnslustöðin sem tók alla þessa tækni og setti saman í eitt tölvuforrit ásamt mörgum öðrum eiginleikum. Með tilkomu hljóðvinnslustöðvarinnar gat tónskáldið gert sýningarlíkan (e. mockup) af tónlist sinni sem leikstjórinn gat skoðað áður en að byrjað var að semja tónlistina. Þannig gátu leikstjóri og tónskáld komist að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig tónlistin ætti að hljóma áður en að byrjað var að semja. Þar með hefur tónskáldið öðlast meiri tíma til þess að skipuleggja hvað það semur sem leiðir til þess að tónlistin verður ekki aðeins betri, heldur verður samvinna leikstjóra og tónskálds mun nánari.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TækniKvikmyndatónlist-Breki.pdf505.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna