is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45405

Titill: 
  • Hljóðstyrkur og heyrnarvernd : er þörf á formlegri fræðslu um heyrnarvernd innan tónlistarskólakerfisins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heyrnin er öllum dýrmæt og síðustu ár hefur umræðan um heyrnarvernd og góða hljóðvist verið meira áberandi í umræðunni. Alþjóða Heilbrigðisstofnunin hefur gefið út ný tilmæli undir þemanu „To Hear For Life, Listen With Care!“ Þetta er gert til að stemma stigu við óheilsusamlegum hljóðstyrk sem er orðinn mun algengari í nútímasamfélagi og hefur aukið hættuna verulega á heyrnartapi hjá fjölda fólks.
    Í þessari ritgerð er farið yfir hinar ýmsu greinar og rannsóknir um heyrnarvernd, heyrnarskaða, afleiðingar heyrnarskaða og tæknilega hluta heyrnar og hávaðamarka. Tekin eru viðtöl við tónlistarfólk og tónlistarkennara sem og nemendar um þeirra upplifun á núverandi stöðu þessara mála innan tónlistarskólanna. Einnig er fjallað um þeirra persónulegu reynslu af hávaða og heyrnarvörnum. Fjallað verður um stöðu heyrnaverndar og hljóðvistar innan tónlistarskólakerfisins og hvort þörf sé á formlegri kennslu í heyrnarvernd og hávaðavörnum í námsskrá tónlistarskólanna. Tilgangurinn er ekki að hvetja til „hávaðalöggu“ viðhorfs hjá lesendum, heldur að beina sjónum að mikilvægi þess að vera meðvituð og nota viðeigandi heyrnarvarnir þegar við á.
    Niðurstaða þessarar ritgerðar er að hljóðlandslag tónlistarfólks sem og annarra hefur breyst mjög mikið undanfarin ár, og að það má klárlega bæta við formlegri kennslu í heyrnarvernd innan tónlistarskólanna. Þeir eigi í raun að vera í fararbroddi í fræðslu og kennslu á slíkum fræðum, þar sem þetta er mikill kjarni í tilveru tónlistarfólks. Miðað við hversu margir viðmælenda minna töluðu um að hafa lent í vanda vegna of mikills hljóðstyrks við tónlistarstörf, þá er klárlega ástæða til þess að endurskoða hvernig málum er háttað. Einnig ef tónlistarfólk er passasamt í að vernda heyrnina, þá eru allar líku á því að sú kunnátta dreifist um samfélagið allt.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hljóðstyrkur og heyrnarvernd - Ómar Örn Arnarson - B.MUS.ED. Ritgerð..pdf579.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna