Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45416
Frelsi er flókið hugtak á tímum tækni og upplýsinga. Menningarstrúktúr er byggður á stigveldi neyslusamfélags og fjölfaldar mynd af fórnarlömbum ofgnóttar. Hæglega er hægt að missa frelsið yfir eigin líkama. Hið sama á við um sál okkar. Allt sprettur af rótum stigveldis og hver einstaklingur er metinn eftir stöðlum. Númer. Kennitala. Líkami okkar varðveitir þó hugsun okkar og þann leyndardóm sem við eigum út af fyrir okkur. Línan á milli er óskýr. Í myndlistinni opnast gáttir til að skilja þessa brú sem þarna liggur á milli. Höft eða kerfi eiga ekki við. Þess í stað tínum við ávexti af trjám, af ólíkum stöðum og uppruna. Hlúum að innra samtali sálar og líkama og látum hverju og einu okkar eftir að komast að þeirri niðurstöðu sem á við hverju sinni. Myndlistin býr yfir áhrifamætti og tólum sem frysta ekki veruleikann en veita engu að síður gátt inn í kjarnhyggni og fastlendi
Í ritgerðinni, Hulduland, mun ég gera grein fyrir eigin myndlist og þeirri hugmyndavinnu er liggur henni til grundvallar. Ég mun nýta mér sköpunarferli myndlistarinnar sem og frelsi hugsunarinnar með það fyrir augum að draga fram áhuga og varpa nýju ljósi á hversu ólík og einstaklingsbundin skilningarvit manna eru. Ég geri tilraun til að brúa bilið á milli þess ósýnilega, sýnilega, hlutbundna og óhlutbundna. Í ritgerðinni verður stuðst við vísindi, heimspekikenningar og listrannsóknir mínar sem og annarra listamanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jóhanna Margrétardóttir_Hulduland_MA ritgerð 2023 skemman.pdf | 2,7 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |