is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4542

Titill: 
 • Útivistasvæði í hjarta miðborgar: Hljómskálagarðurinn og friðlandið í Vatnsmýrinni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þétting byggðar í miðbæ Reykjavíkur og fyrirhuguð byggð í Vatnsmýrinni mun leiða til aukins
  fólksfjölda. Stækkun og sameining útivistasvæðanna Hljómskálagarðs og friðlandsins í Vatnsmýrinni er svar við þeirri fjölgun og mun gefa almenningi færi á að komast úr borgarumhverfinu í náttúrlegt og fjölbreytt útivistasvæði með margskonar afþreyingu. Ritgerð þessi er b.s. lokaverkefni í umhverfisskipulagi við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um hönnunarverkefni sem hefur það markmið að skipuleggja fjölbreytt og aðgengilegt útivistasvæði þar sem spilast saman saga, menning og sérstæð náttúra í hönnun svæðisins. Til þess voru gerðar greiningar á hönnunarsvæðinu og niðurstöður þeirra notaðar sem forsendur við hönnun útivistasvæðisins. Niðurstaðan er hönnunarteikning af útivistasvæði með áherslu á sögulega og náttúrufarslega tengingu. Hljómskálagarðurinn er endurreistur frá fyrra horfi í nýklassískum stíl og friðlandið í
  Vatnsmýrinni varðveitt, endurheimt að hluta og það skipulagt með friðun fugla að leiðarljósi.
  Kennileitum er gert hátt undir höfði og með sjónlínuásum er tryggt að þau fái notið síns innan
  garðsins. Hljómskálagarðurinn er tengdur við útivistasvæðið með göngustígum og vatnrásum
  sem miða að því að halda sjónlínum opnum, tengja svæðin saman og eru jafnt fram vísanir í
  tjarnir, síki og votlendi sem eru einkennandi fyrir svæðið. Útivistasvæðið skiptist gróflega í þrjú svæði sem öll hafa ólíkt yfirbragð og notkun. Yfir Hljómskálagarði ríkir skrúðgarðayfirbragð og
  þar er menning og saga við lýði. Friðlandið í Vatnsmýrinni er náttúrulegt friðland fugla og
  umhverfis friðlandið eru fræðslustígar sem tengjast Nýja-Hljómskálagarði sem er þriðja svæðið.
  Þar er skjólsælt og gróskumikið og þar mun öll fjölskyldan finna eitthvað fyrir sig á leiksvæðum,
  boltavöllum, veitingasvæðum, púttvelli, æfingasvæði, þemagörðum og öðru skemmtilegu.
  Semsagt fjölbreytt útivistasvæði sem samþættir náttúrulegt friðlandið inní hið líflega og
  gróðursæla útivistasvæði.

Samþykkt: 
 • 16.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_GudrunLiljaJonsdottir.pdf9.38 MBLokaðurMeginmál lokaritgerðar-Útivistarsvæði í hjarta miðborgarPDF
Kort_1.jpg7.13 MBLokaðurKort 1 Lokaritgerðar Útivistasvæði í hjarta borgarinnarJPG
Kort_2.jpg17.69 MBLokaðurKort 2 Lokaritgerðar Útivistasvæði í hjarta borgarinnarJPG