is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45420

Titill: 
  • Músíkmeðferðarfræði og áhrif hennar á félagsfærni einhverfra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tónlist hefur fylgt mannfólki í tugi þúsundir ára og á hún stóran þátt í þróun mannsins. Fegurð hennar hefur litað tilveruna og fylgt í gegnum daglegt líf. Hún á sér langa forsögu og elstu heimildir má rekja rúm 40.000 ár aftur í tímann þegar tvö blásturshljóðfæri fundust í helli í Svafnesku Ölpunum. En tónlist í læknisfræðilegum tilgangi er yngra fyrirbæri sem rekja má til fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar tónlistarfólk spilaði fyrir líkamlega og andlega þjáða hermenn eftir stríðsáföll. Jákvæð tilfinningaleg viðbrögð þeirra urðu til þess að músíkmeðferðarfræði varð viðurkennd starfs- og fræðigrein í Bandaríkjunum og brátt um allan heim. Hér á landi hefur músíkmeðferð verið meðferðarkostur frá því að Félag músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi var stofnað 14. ágúst 1997.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um eiginleika tónlistar og áhrifamátt hennar, með sérstakri áherslu á músíkmeðferðarfræði og félagsfærni einhverfra barna. Þeir Paul Nordoff og Clive Robbins voru brautryðjendur í þessum fræðum þegar þeir hófu að rannsaka áhrif tónlistar á færni einhverfra barna. Þar sem einhverfa er margbreytileg hefur tónlist komið að góðum notum og skilað frábærum árangri. Tónlist krefst engra orða og því getur hún reynst einhverfum börnum sérstaklega vel.

Samþykkt: 
  • 20.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritger%C3%B0_LHI%CC%81_2.pdf.pdf330,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna